7.1.2008 | 16:10
Það er innbyggt í Eyjamenn að gefast ekki upp
Í Morgunblaðinu í dag er að finna skemmtilega lesningu um val Eyjasýnar á manni ársins. Þar fjallar Hjörtur Gíslason m.a. á eftirfarandi máta um stöðu útgerðar í Eyjum.
Blaðið Fréttir í Vestmannaeyjum hefur valið útgerðarmenn í Vestmannaeyjum sem mann ársins. Athyglin beindist strax að útgerðarmönnum sem hafa sýnt það og sannað að þeir hafa trú á Vestmannaeyjum. Líka að þeir eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að efla Eyjarnar með nýjum skipum og auknum aflaheimildum. Einnig hafa þeir lagt góðum málum lið. „Ekki treystum við okkur til að taka einn útgerðarmann út úr og niðurstaðan er að útvegsbændur í Vestmannaeyjum eru Eyjamaður ársins 2007. Forsendurnar ættu að vera öllum kunnar. Hingað komu m.a. sex ný skip á árinu, Guðmundur, Vestmannaey, Bergey, Gullberg, Álsey og loks Dala Rafn. Þá eru a.m.k. þrjú skip í smíðum fyrir Eyjamenn,“ segir m.a. í forsendunum. Þetta er góð niðurstaða hjá þeim íVestmannaeyingum.
Útgerðarmenn þar hafa sýnt mikla djörfung með því að bæta skipakost sinn á mjög erfiðum tímum í sjávarútvegi. Þorskveiðiheimildir skornar niður um þriðjung, gengi krónunnar mjög óhagstætt útgerðinni og olíuverð í sögulegu hámarki. Það er innbyggt í Eyjamenn að gefast ekki upp. Þeir standa saman og horfa fram á við, þegar sumir aðrir starfsbræðra þeirra eru að draga saman og jafnvel hætta starfseminni. Það er ljóst að framsýni útgerðarmannanna í Eyjum á eftir skila þeim sterkari en ella inn í framtíðina. Þeir verða með ný skip í útgerð þegar birta tekur á ný. Þá verða þeir betur í stakk búnir til þess en margir aðrir að auka þorskveiði, þegar kvótinn eykst á ný.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er gott að heyra að útgerðarmenn séu farnir að endurnýja skipakostinn.
Það má sjá að það er verið að bæta við gríðarlega öflugum smáum togskipum í kippum til landsins sem eru undir ákveðnum lengdarmörkum þ.e. um 30 m til þess að geta togað fast upp að harðalandi þ.e. 3 mílum. Eflaust er það gert til þess að reyna að ná ýsukvótanum en það er mjög takmarkað sem veiða má af þorski í þessu galna kerfi sem var þó sett á til að byggja upp þorskstofninn. Það er því reynt með öllum ráðum að komast með meira afli inn á ýsumið, sem oft eru nær landi.
Þessi framvinda er afar sérstök í ljósi þess að búið er að koma í veg fyrir nýliðun í trilluútgerð.
Ábyrgt fólk sem horfir til framtíðar sjávarútvegs ætti að setja ákveðin spurningamerki við skynsemi þess að skip séu smíðuð í kringum sérkennilegar reglur.
Nú höfum við fjölda "trilla" sem eru ekki trillur heldur eru eins og fljótandi risaskókassar og allt stefnir í fjölda öflugra togbáta sem fiska upp í harðalandi.
Sigurjón Þórðarson, 8.1.2008 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.