Í gær setti ég inn færslu um Gísla Gíslason. Ég fylgi þeirri færslu nú eftir með að glugga frekar í viðtal við hann í ritinu Frjáls Verslun frá 1972.
Gísli Gíslason var ætíð maður kjarnyrtur og án vafa framsýnn. Í viðtali því sem ég hóf umfjöllun um í gær (sjá umfjöllun hér neðar) var hann m.a. spurður um hver hann teldi að væru helstu framfaramál Vestmannaeyinga. Svar hans var á þessa lund:
,,Hafnarmál ber einna hæst, og segja má að þau séu jafnan eitt helsta stórmál okkar í Eyjum því að stöðugt fara fram endurbætur á hafnaraðstöðunni. Veitumálin hafa líka verið afar þýðingarmikil og stórmerkt spor stigið í þeim með lagningu leiðslunnar úr landi.
Gísli ítrekar það síðan að allt sem snýr að fiskveiðum og vinnslu sé og verði helsta hagsmunamál Eyjamanna. Fiskiðnaðurinn í Vestmannaeyjum ,,gefur af sér hvorki meira né minna en 15 til 18% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Eins og þegar hefur komið fram er þetta viðtal frá 1972. Hér er því athyglisvert að velta fyrir sér hversu stórt hlutfall af gjaldeyristekjum þjóðarinnar verður til í Vestmannaeyjum. Því ætla ég að reyna svara í næstu færslu.
Síðar í viðtalinu er Gísli spurður út í skipulagsmál. Gaman er að sjá þá bjartsýni og trú á bæjarfélagið sem hann hefur alið með sér. Hann svarar: ,,Hvað skipulagið snertir er rétt að geta þess að samkvæmt mannfjöldaspám verða Vestmannaeyingar um 10.000 árið 1980. Aðeins hafa nú mannfjöldaspár Eyjamanna verið ofmetnar því að árið 1980 bjuggu hér 4727 íbúar. Svo er ég sakaður um að vera of bjartsýnn.
Spurður um samgöngumál segir Gísli: ,,Skipaútgerð ríkisins hefur haft Herjólf í förum til Vestmannaeyja og í fyrrasumar var hann látinn sigla daglega milli Þorlákshafnar og Eyja að undirlagi Ingólfs Jónssonar [ innsk. Sjálfstæðismaður og alþm. suðurl frá 1959 til 1978], þáverandi samgönguráðherra. En skipaútgerðin hefur Herjólf á sínum snærum og getur ráðið áætlun hans. Þar verður ekki alltaf litið á hagsmuni Vestmannaeyinga fyrst og fremst. Því er það að við Vestmannaeyingar höfum hug á að kaupa okkar eigið skip til að sigla milli lands og Eyja. Samkvæmt athugunum, sem gerðar hafa verið, er flugfært 260 daga á ári milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, en sjóleiðin til Þorlákshafnar er fær 300 daga úr árinu. Í svona siglingar þarf gott skipt og nú er í athugun, hvort heppilegt sé að festa kaup á ferju, sem notuð hefur verið í Danmörku og kosta myndi 20 milljónir auk álíka upphæðar, er fara myndi í ýmsar lagfæringar. Vera má, að hyggilegra sé að láta smíða skip sérstaklega í þessu augnamiði. En hvað sem því líður er það höfuðhagsmunamál Vestmannaeyinga að eignast skip hið fyrsta."
Í raun rak mig í rogastans við þennan lestur. Árið 1972 var verið að meta kosti þess og galla að fá notað skip frá Danmörku, enn erum við að meta þennan sama kost. Árið 1972 vildi Gísli Gíslason að Eyjamenn ættu sjálfir og rækju skip milli lands og Eyja. Í fyrra reyndum við hjá Vestmannaeyjabæ ásamt VSV að semja við ríkið um að heimamenn ættu og rækju skip í þessum siglingum. Árið 1972 voru samgöngur höfuðáhyggjur Eyjamanna. Nú árið 2009 er svo enn.
Það er magnað að grúska í þetta viðtal við þennan merka mann. Í viðtalinu kemur hann fyrst og fremst að þrennu: Þörfinni fyrir bættar samgöngur og nýtt skip, mikilvægi lagningar á vatnslögn milli lands og Eyja og mikilvægi uppbyggingar á Vestmannaeyjahöfn. Í dag fór stór hluti af minni vinnu í: Frágang á samningi um vatnslögn milli lands og Eyja, undirbúning fyrir störf í stýrihóp sem fjallar um bættar samgöngur og þörfina fyrir nýtt skip og fund vegna uppbyggingar á Vestmannaeyjahöfn (skipalyfta og stórskipahöfn). Skyldi þessum verkefnum einhvern tímann ljúka?
Eftir Gísla liggja mörg þarfa verk hér í Vestmannaeyjum. Þá eru afkomendur hans allir hinir prýðilegustu arftakar Gísla og hafa haldið merkjum hans á lofti. Allir þessir afkomendur (í það minnsta þeir sem ég þekki) eiga það sameiginlegt að vera mikið Eyjafólk og vera samfélagslega þenkjandi.
Ég vil í lok þessarar færslu þakka Bibba Valla fyrir hans endurgjöf á færsluna í gær og hvetja fólk til að lesa þau skemmtilegu skrif. Gaman væri að fá sögur af Gísla Gíslasyni hér í athugasemdakerfið svo fremi sem þær sýni látnum syni Eyjanna tilhlýðanlega virðingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Elliði - skil vel þessa bjartsýna afa varðandi íbúatölur, hann vissi eins og ég og þú að sennielga er hvergi betra að búa en einmitt hér, en hafa ber í huga að viðtalið er tekið 1972 og uppgefin íbúatala í árslok 1971 var 5231 og stígandi en þá kom gosið sem breytti miklu en finnst nú samt sá gamli nokkuð bjartsýnn á 10 þúsundun.
Þessi verkefni sem að þú nefnir verða okkur alltaf mikilvæg, og væntanlega eilíf, enda grunnur byggðar í þessu ágæta samfélagi
Gísli Foster Hjartarson, 5.3.2009 kl. 10:15
Vestmannaeyjar aettu ad geta verid einn áhugaverdasti vidkomustadur erlendra ferdamanna ef nýtt vaeru thau taekifaeri sem eyjarnar hafa uppa ad bjóda.
Samgongur vid Eyjarnar eru mikilvaeg baettum efnahag landsins alls og thví málefni allrar thjódarinnar og fáranlegt ad eyjabúar thurfi ad berjast fyrir svo augljósri stadreynd eins og um einkamál Eyjabúa vaeri ad raeda.
Hefur einhvern tíma verid gerd áaetlun og/eda hugmyndakeppni um hvernig Vestmannaeyjar gaetu skapad ómótstaedilegt adráttarafl og ordid einn merkasti áfangastadur ferdamannsins . Stadur sem enginn vildi lata fram hjá sér fara og faerri kaemust ad en vildu.
Vestmannaeyjar eru taekifaeri sem oll thjódin mun geta notid góds af. Samgongur vid Eyjarnar hljóta ad vera algjort thjódthrifarmal sem ollum kemur til góda. Eyjarnar eru taekifaeri sem enn hefur ekki verid unnid úr nema ad mjog litlu leyti, sem er mjog jákvaett. Vestmannaeyjar eru einstakar, thar liggja taekifaerin.
Vestmannaeyjar eru algjorlega sérstakar og eiga ad geta skapad úr thvi hráefni skilyrdi sem myndu skila miklu í thjódarbúid.
Ad sigla inn í hofnina med Heimaklettinn í snertifjarlaegd (ad thvi ad manni finnst) er einstakt, ógleymanleg reynsla, nálaegd náttúruaflanna og oll sagan sem ad thví snýr, hver getur betur sagt frá en Vestmannaeyjarnar sjálfar.
13andinn í Vestmannaeyjum, ótrúleg upplifun.
Er hugmyndabankinn í Vestmannaeyjum opinn? Er einhver vid thar? Ferdamálarád? Hvar er haegt ad leggja inn?
Ég er alin upp á Kirkjubaejum, aevintýrin liggja í leyni útum allt.
Paejumótin ykkar? gaetu haeglega ordid ad Evrópu mótum, vitid thid ad í Frakklandi eru stórvandraedi med born og unglinga vegna sumarfría í skólum, paeju og peyjamót gaetu svarad eftirspurn um sumarnámskeid.
Áfram Eyjar
Gerður Pálma, 5.3.2009 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.