Hefjast þá skrif á ný

gengiIllu heilli hafa skrif á þessa síðu ekki átt sér stað síðan 12. mars 2008.  Síðan þá hefur efnahagskerfi hins vestrænaheims hrunið, bankarnir á Íslandi farið á hausinn og komin vinstristjórn á Íslandi.  Gengisvísitalan hefur farið úr 136,3 (þegar færslan var sett inn 12. mars) og í 193,4 (núna áðan).  Hæst fór hún í 248,3 1. des. (sjá mynd hér til hliðar)

Ekki er víst að hér sé um orsakasamhengi að ræða en óþarfi að tefla á tæpasta vað og því mun ég hefja hér skrif að nýju og axla þannig ábyrgð á hruninu.

Fyrsti pistill kemur inn síðar í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband