Minnsta fækkun síðan 1993, en fækkun engu að síður.

IMG_4208Stöðug fólksfækkun í Eyjum síðan 1991 er Vestamannaeyingum öllum mikið áhyggjuefni.   Því er niðurstöðu Hagstofu Íslands um mannfjölda jafnan beðið með blöndu af spennu og kvíða.  Undanfarin ár hafa verið okkur þungbær hvað þetta varðar.  Til að mynda fækkaði Eyjamönnum um 100 í fyrra og 122 árið 2004.  Því hefur aukin áhersla verið lögð á að draga úr fækkun eins mikið og verða má (myndirnar með þessari færslu tók ég ofan af Klifi í gærkvöldi).

Hagstofa Íslands hefur nú sent frá sér frétt um mannfjölda á Íslandi hinn 1. desember.  Enn eitt árið stöndum við frammi fyrir fækkun og er það áframhaldandi verkefni að takast á við þann veruleika.  Engu að síður er ánægjulegt að verulega dregur úr fólksfækkun hjá okkur hér í Vestmannaeyjum og er fækkunin í ár sú minnsta síðan 1993 eða 35 einstaklingar í stað 100 í fyrra. 

IMG_4233Íbúafjöldi í Vestmannaeyjum er samkvæmt íbúaskrá Vestmannaeyjabæjar núna 4044 og ljóst að sú tala eykur trú einhverra á að nú sé vöxtur í nánd enda hefur þessi tala tengst velgengni og vexti í undirtöðuatvinnugrein okkar.  Vonir okkar standa til að vissan um stórbættar samgöngur, velgengni atvinnulífsins og enn frekari uppbyggingu á þjónustu við bæjarbúa snúi stöðugri fólksfækkun frá 1991 í átt til vaxtar og fólksfjölgunar á komandi ári.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott mál, en ekki alveg rétt þ.e. ef tölur Hagstofunnar eru réttar. Þá var minnst fækkun milli 1998 og 1999 úr 4594 íbúum niður í 4585 íbúa sem gerir samtals 9 íbúa fækkun. Vona að ég sé ekki að bulla.

 Vona að þetta fari nú að færast í betra horf og við förum að sjá fjölgun á Eyjunni fögru tel reyndar ólíklegt að ég eigi þátt í henni nema samgöngumálin lagist stórlega...

kveðja
Brottfluttur Eyjamaður

Björn Friðriksson (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 21:30

2 identicon

  Sæll Elliði, ég var að heyra að búið væri að gera frumhönnun af nýrri Bakkaferju ? Ég heyrði einnig að hún skildi hafa svokallaðan X-Bow, sem er ný tegund af stefni ? Er einhvers staðar hægt að nálgast teikningar af þessari frumhönnun ?

  Kv. Þorbjörn. Ps, þú getur breytt þessri íbúa fækkun niður í 32 þar sem við fjölskyldan erum flutt aftur til Eyja.

Tobbi Villa (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband