Jarðgöng til Eyja slegin af

Þá liggur ákvörðun ríkistjórnar loks fyrr.  Jarðgöngin til Eyja hafa verið slegin af þar sem kostnaður er talin of mikill.

Þetta eru að sjálfsögðu vonbrigði fyrir mig og alla aðra áhugamenn um bættar samgöngur að búið sé að slá jarðgöng af. En í ljósi kostnaðarmats þá kemur ákvörðun ríkisstjórnarinnar svo sem ekki á óvart.  Að svo stöddu er ekki tímabært að segja til um hvaða mat ég legg á skýrslu VST.  Bæjarstjórn fékk skýrsluna afhenta í gær. Við fáum kynningu á henni á morgunn frá höfundum hennar. Við komum að sjálfsögðu ekki til með að gera athugasemdir nema þá að vel yfirlögðu ráði.

Hvað framtíðar kosti nú  varðar þá liggur fyrir að bæjarstjórn hefur margítrekað fjallað
um samgöngur og forgangsraða þannig að séu jarðgöng ekki framkvæmanleg, annaðhvort
vegna kostnaðar eða einhvers annars, þá sé ferjulegi í Bakkafjöru næstbesti kosturinn.

Það er bara komið upp nýtt landslag í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnar og við komum
til með að skoða þetta landslag og gefa okkur tíma til að átta okkur á því

Ég sjálfur tel þó niðurstöðu ríkisstjórnarinnar ekki þýða endalok jarðganga til Vestmannaeyja.  Ég hef þá trú að jarðgöng milli lands og Eyja muni koma fyrr eða síðar. Kostnaður við jarðgangagerð er alltaf að lækka en það þarf einhverja aðra lausn þar til að því kemur.  Nú er hinsvegar algerlega ljóst að það þarf að leika millileik í stöðunni og það eru fleiri kostir
í stöðunni.

Besti kosturinn er ekki fær, en við berjum ekkert höfðinu í steininn með það að það þarf þá að leita annarra leiða.

Þær fimmtán ferðir sem Herjólfur mun fara aukalega á ári fram til 2010 er búbót en þessum ferðum var lofað í maí og við hefðum þurft á þeim að halda í sumar.  Þetta er hinsvegar skref í rétt átt.  Herjólfur er þjóðvegurinn til Vestmannaeyja.  Fleiri ferðir þýða það að þjóðvegurinn
getur verið opinn meira. Það er vilji og krafa allra Íslendinga að geta ferðast eftir þjóðvegunum.  En þetta er ekki nægjanlegt og það þarf meira til.

Ég get ekki lokið þessari færslu án þess að minnast lítilega á orð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur.  Í viðtali núna um daginn dró hún í efa að þeir sem unnið hafa að framgangi þessa máls hefði til að bera heilbrigða skynsemi.  Í viðtali við Blaðið í dag segir hún svo:

“Ég sagði í viðtali við ykkur um daginn að heilbrigð skynsemi hefði sagt mönnum að þetta væri ekki raunhæft og það kallaði á sterk viðbrögð ýmissa aðila, meðal annars bæjarstjóra
Vestmannaeyja.  En ég held að ég hafi verið að tala fyrir munn mjög margra landsmanna
í þessu sambandi.”

og bætir svo við:
“Þessi niðurstaða staðfestir það sem margir hafa talið í gegnum tíðina.  Þetta er eyja og hefur alla tíð verið  Það er því miklu skynsamlegra að einbeita sér að annarskonar samgöngum heldur en að vera endalaust að tala um þessi jarðgöng.“

Ég verð að viðurkenna að mér finnst fyrstu skref Steinunnar Valdísar í hlutverki formanns samgöngunefndar ekki gæfuleg.  Hingað til hef ég nefnilega haft álit á þessari konu og oft þótt hún komast vel frá erfiðum málum.  En að hún skuli hefa störf sem formaður samgöngunefndar á því að efast um heilbrigða skynsemi okkar, síðan að telja það hlutverk sitt sem þingmanns/formanns samgöngunefndar að básúna meinta skoðun landsmanna og bíta svo höfuðið af skömminni með því að telja þörf á því að benda Eyjamönnum á að þeir búi á Eyju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þar verður erfið okkar rulla að þurfa að burðast með hana Steinunni næstu fjögur ár sem formann samgöngumála. Það eina sem getur komið í veg fyrir það er, að þið Sjallarnir leitið á önnur mið eftir samvinnu að góðri ríkisstjórn, eða þannig.

Þorkell Sigurjónsson, 28.7.2007 kl. 19:05

2 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Það er nú gott til þess að vita að formaður samgöngunefndar beri gáfur til þess að átta sig á því að Heimaey sé eyja. Vonandi ber hún einnig gáfur til þess að lítillækka ekki kjósendur sína aftur með því að segja þá snauða heilbrigðri skynsemi.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 28.7.2007 kl. 20:08

3 Smámynd: Grétar Ómarsson

Að vísu held ég að Steinunn fái ekki mörg atkvæði úr suðurkjördæmi í næstu kosningum þó átta ég mig á hvað þið Vinir Ketils Bónda eigið við 

Grétar Ómarsson, 28.7.2007 kl. 23:54

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Datt nokkrum heilvita manni í hug, að bora göng í gegn um virkt eldfjallasvæði? Það hefði mátt spara þær 20 milljónir sem fóru í algjörlega óþarfa úttekt á málinu.  Þetta vissu menn!

Júlíus Valsson, 29.7.2007 kl. 12:13

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Jarðgöng til eyja er málið,það stöðvar þessa vitleysu með ófærð í flugi frá eyjum,förum þangað keyrandi.

Magnús Paul Korntop, 29.7.2007 kl. 20:10

6 identicon

þú hlýtur að vera jarðfræðingur Júlíus,  þarna í Asíu hafa menn verið að bora í gegnum helmingi verra svæði en hérna. Svo var aldrei verið að biðja ríkið um að borga þessi jarðgöng.

haffi halldórs (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband