Bann við strípistöðum sótt til Vestmannaeyja, verður Gulli Grettis Umhverfisráðherra?

343916872_22a46f6c1aEitt af þeim brýnu úrlausnarmálum sem núverandi ríkisttjórn hefur tekist á við er að boða bann við rekstri strípistaða.  Forsvarsfólk ríkisstjórnarinnar telur líklegt að hægt verði að banna slíka staði með lögum nú fyrir þinglok.  Í fréttum hefur komið fram að Ísland verði þar með fyrsta landið í heiminum til að banna slíkan rekstur.

Þegar ríkisstjórnin var mynduð voru allir aðilar skýrir á því að tilgangur minnihlutastjórnarinnar væri að slá skjaldborg um heimilin og atvinnulífið. 

Á bloggsíðu sinni um daginn sagði Sigmundur Davíð formaður framsóknarflokksins: “Áhersla var lögð á þröngt umboð stjórnarinnar sem var eingöngu mynduð um að ljúka afmörkuðum verkefnum sem ekki máttu bíða þær vikur sem óhjákvæmilega þyrftu að líða fram að kosningum.” Síðar í sama pistli segir hann svo “Tugþúsundir Íslendinga eru nú fullir örvæntingar vegna fjárhagsstöðu sinnar og eigið fé íslenskra fyrirtækja er ýmist á þrotum eða við það að klárast. “

Bannið við rekstri strípistaða er sjálfsagt sett fram í samræmi við þenna tilgang ríkisstjórnarinnar. Vafalaust er von á fleiri slíkum aðgerðum sem skráðar verða í hagfræðibækur framtíðarinnar.

Önnur möguleg skýring á þessari tímamóta ákvörðun ríkisstjórnarinnar er sú að hún leiti nú í smiðju bæjarstórnar Vestmannaeyja eftir aðgerðum.  Hér í Vestmannaeyjum hefur nefnilega slíkur rekstur verið bannaður síðan 18. júní 2001.  Þá samþykkti bæjarráð nefnilega svohljóðandi tillögu:

"Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir að í endurskoðuðu aðalskipulagi Vestmannaeyjabæjar verði nektardansstaðir ekki leyfðir og/eða svipuð starfsemi."

 Núverandi ríkisstjórn getur sannarlega lært margt fleira af okkur Eyjamönnum en bönn við rekstri strípistaða.  Það væri ef til vill hægt að spara stórfé með því að fella niður störf þessarar minnihlutastjórnar og stýra landinu héðan frá Eyjum.  Það er bara spurning hvernig við myndum deila út ráðuneytum milli meiri- og minnihluta.  Geri reyndar ráð fyrir því að Gulli Grettis yrði umhverfisráðherra.  Allt annað er óráðið. Ég er þó opinn fyrir tilllögum.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar nú ekki kjörþokkann í mennina þarna á myndinni, spurning hvort það dugi til:)

Kv. Rósa

Rósa Hrönn (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband