28.1.2008 | 01:51
Umræðan er rætin, óvægin og hreint viðurstyggileg
Umræðan um borgarstjórnarmál hafa tröllriðið þjóðfélagsumræðunni seinustu daga. Ég verð að viðurkenna að sjaldan hefur mér fundist umræða jafn rætin, óvægin og hreint viðurstyggileg. Svo illvíg er umræðan að ástandaði hér í Vestmannaeyjum, sem þó skaðið samfélagið mikið, var eins og vorsöngur lóunnar samanborið við þetta. Tjarnarkvartettinn sálugi hefur magnað upp moldviðri sem staðið hefur í tvær áttir.
Annarsvegar ræða vinstri menn um að sjálfstæðisflokkurinn hafi platað kjörinn fulltrúa F-lista og brotið gróflega gegn fráfarandi meirihluta með því að mynda með honum meirihluta. Hinsvegar er einskis svifist til að dylgja um vanhæfi Ólafs F til að gegna störfum borgarstjóra.
Fyrri vindátt moldviðrisins er hefðbundin pólitík. Fátt er þar nú sagt sem ekki var líka sagt þegar Reykjavíkurlistinn undir formerkjum Tjarnarkvartettsins glotti út í annað eftir að þeir sömdu við Björn Inga fyrir liðlega 100 dögum. Brigslanir um óheilindi og valdþorsta eru ráðandi. Auðvitað er það fáránlegt að fordæma stjórnmálaflokk fyrir það að sækjast eftir stöðu til koma málefnum sínum fram. Málefnasamningur flokkanna sýnir svo ekki verður um villst að stutt er á milli þeirra hvað höfuðáherslur varðar.
Ólafur F. hefur lýst því yfir að hann hafi ekki verið að finna málefnum sínum farveg innan Tjarnarkvartettsins og í raun er það ekki að undra enda fór lítið fyrir málefnum á þeim bænum. Ekki einu sinni var þar að finna málefnasamning og þess í stað vísað til framsögu borgarstjóra við framlagningu fjárhagsáætlunar. Sjálfstæðisflokkurinn var rétt að hefja sína vegferð þegar Björn Ingi stökk frá verkinu. Eðlilega stökkva báðir flokkar á tækifærið til að komast í þá stöðu til að framfylgja sínum málefnum þegar það gefst. Það er jafn eðlilegt og þegar fráfarandi meirihluti gagnrýnir gjörninginn. Allt hluti af pólitík. Ef til vill ekki falleg hugsjónapólitík heldur praktísk dægurmálapólitík hjá báðum aðilum.
Hin moldvirðisvindáttin er hinsvegar viðurstyggilegri. Hún er meiðandi, særandi og á ekkert skilið við almennings hagsmuni. Þeir sem staðið hafa þar í fylkingabrjósti ættu að skammast sín. Hér er ég að sjálfsögðu að tala um framkomu Tjarnarkvartettsins og fylgismanna gagnvart Ólafi F. Látið hefur verið í veðri vaka að maðurinn sé alvarlega veikur (oftar en ekki er íjað að þessu án þess að segja of mikið beint) og er hann þó sá eini í borgarstjórn með vottorð upp á vasann um það að hann sé fær til að sinna þessum störfum. Ungliðahreyfingarnar voru æstar upp til að mæta á palla borgarstjórnar til þess eins að veitast að Ólafi og engu duldist þau áhrif sem slíkt hafði. Ólafi var greinilega brugðið en það hefur ekkert að gera með veikindi hans. Sett þú þig í hans spor. Hvernig hefði þér liðið?
Ólafur sjálfur hefur eðlilega ekki viljað ræða veikindi sín í smáatriðum, og lái honum það hver sem vill. Þó hefur hann játað því að veikindi hans séu tengd geðbrigðum. Þar með er hann í hluta tugþúsunda annarra Íslendinga sem einhvern tímann glíma við þess háttar erfiðleika. Ég fullyrði að í dag eru bæði þingmenn, dómarar, kennarar, læknar og fleiri í nákvæmlega sömu stöðu og Ólafur hvað þetta varðar. Með sögu um vanda tengdan geðbrigðum. Mega þeir eiga von á sömu meðferð frá fjölmiðlum, borgarfulltrúum Tjarnarkvartettsins, ungliðahreyfingum, Spaugstofunni og öðrum ef þeir verða uppvísir af því að hafa átt við vanda tengdum geðbrigðum að stríða? Hvar er svo öryrkjabandalagið þegar umræðan um veikindi eru svona?
Ég helgaði stórum hluta ævi minnar í að læra um geðbrigði og geðræna sjúkdóma og hef sinnt meðferð við slíkum erfiðleikum. Sannast sagna þá ofbjóða mér fordómar þeir sem hafa berað sig í þessari umræðu.
Staðan nú er einföld. Sjálfstæðisflokkur og hluti af F-lista hafa gert með sér bandalag um stjórnun borgarinnar. Bandaleg þetta byggir á málefnasamningi sem sannarlega er unnið eftir. Borgarfulltrúar Tjarnarkvartettsins verða að gleypa stolt sitt og sinna störfum í minnihluta af vandvirkni. Hagsmunir kjósenda eru að umræðunni verði beint að málefnum ekki mönnum. Er til of mikils mælt þegar farið er fram á það?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:18 | Facebook
Athugasemdir
Nefndu dæmi um viðurstyggileg ummæli einhvers úr tjarnarkvartettinum í garðs Ólafs F. vegna veikinda hans
Garðar Garðarsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 02:13
Formómar eru sprottnir af vanþekkingu: þeir sem dæma harðast opibera aðeins eigin fávisku.
Og ég þekki fólk úr öllum stéttum sem á eða hefur áttt við geðræn vanamál að að stríða sem oftar en ekki eru tímabundin veikindi vegna utanaðkomandi árifa eða áfalla.
Forvitna blaðakonan, 28.1.2008 kl. 02:49
Ég hef ekki séð þessi "viðurstyggilegu ummæli" um heilsufar Ólafs F frá þeim þú uppnefnir "Tjarnarkvartettinn". Hvar eru þau?
Svanur Sigurbjörnsson, 28.1.2008 kl. 03:09
Samfylkingin og málpípa hennar, Fréttablaðið, né ekki upp í nefið á sér af bræði yfir því að hafa misst borgina. Til að hefna sín, hafa 365 miðlar að undirlægi Samfylkingarinnar hefnt sín á Framsóknarflokknum (þeir þora ekki að leggja í Sjálfstæðisflokkinn af ótta við að ríkisstjórnin springi), með endalausri umræðu um Framsóknarflokkinn og lánleysi hans sem Fréttablaðið veltir sér upp úr.
Björn Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 09:03
Árni Guðmundsson: Hvernig er það, finnst þér eðlilegt að við biðjum alla um heilsuvottorð þegar það fer í veikindafrí? Að útskýra vandamál sín fyrir okkur öllum? Þannig getum við rakið hvern einasta kvilla, hvert einasta lýti, hverja einustu röskun og hvert einasta vandamál niður í öreindir og dæmt fólk eftir því? Heldur fólk í ALVÖRU að Ólafur er sá eini í þessum hóp sem hefur lent í því að missa jafnvægið eftir að lenda í persónulegum örðugleikum? Hann er bara nógu mikill maður að horfast í augu við sín og gera eitthvað í því. Ef að allir í borgarstjórn ættu að "efla umræðu" um sín persónulegu vandamál svo að Reykjavíkurborg gæti tekið forystu í að hjálpa öðru fólki við þau, þá væri borgin eitt stórt social problem. Þvílík þvæla!
Þessi skrílslæti eru komin svo langt útfyrir öll velsæmismörk að maður á ekki orð lengur.
Linda (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 09:10
Góður pistill Elliði og er ég sammála öllu sem hér er sagt. Þessi skrílslæti á pöllum ráðhússins sem skipulögð voru af "tjarnartríóinu" voru flokkunum og þeim sem þátt tóku algjörlega til skammar. Einkum eftir að starfsmaður ráðhússins staðfesti að þau DBE, SS og co neituðu að fara og tala við sitt fólk eftir að fundinum var frestað, en það kom fram í útvarpsviðtali um helgina. "Spaugstofan" má skammast sín.
Hjörvar (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 10:08
Sammála þér Elliði. Fólk er nú einu sinni í pólitík til að hafa áhrif og væntanlega hafa fulltrúar "Tjarnarkvartettsins" sprengt fyrri meirihlutu af þeirri einföldu ástæðu - nákvæmlega eins og Ólafur og sjálfstæðisflokkur núna. Það sem manni blöskrar eru ömurlega barnaleg og rætin viðbrögð Samfylkingar, Vinstri grænna og Margrétar Sverris sem er btw pólitískur vingill sem ætti að fara að finna sér eitthvað annað að gera.
Solla (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 12:33
Bendi þér á þennan pistil: http://finnurvilhjalmsson.blogspot.com/2008/01/styrmir-br-til-strmann.html
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:27
Ekki hef ég séð forystumenn Tjarnarkvartettsins tjá sig viðurstyggilega um veikindi Ólafs F. Magnússonar. Vel getur verið að það hafi farið fram hjá mér en ég leyfi mér að efast um að jafn klárir pólitíkusar eins og t.d. Dagur B. Eggertsson láti hafa slíkt eftir sér.
Ég held það sé hárrétt hjá þér Elliði að menn úr öllum stéttum eiga við einhver vandamál að stríða líkt og Ólafur F. Rétt er að hann sótti sér aðstoð og vonandi að hún hafi gert sitt. En staða borgarstjóra Reykjavíkur er ekki eins og hvert annað starf og því eðlilegt að fólk velti fyrir sér hversu vel maðurinn er settur eftir þessi veikindi sín. Það er í lagi að velta því fyrir og fólk sem gerir það, er ekki að gera lítið úr honum og hans sjúkdómi. Sumir ganga auðvitað of langt og t.d. fannst mér Spaugstofan gera það í sínum þætti á laugardag. En það þýðir ekki að setja alla undir sama hatt. Ég t.d. velti því fyrir mér hvort maðurinn sé nógu heill til að gegna stöðunni en í leiðinni vona ég svo sannarlega að svo sé því engum óskar maður slæms bata í veikindum sínum.
Varðandi myndun nýs meirihluta þá er það rétt sem þú segir að það er fáránlegt að gagnrýna stjórnmálaflokk fyrir að sækjast eftir stöðu til að koma sínum málefnum á framfæri. En er þá ekki alveg jafn fáránlegt að gera það ekki ef þú kastar málefnum á glæ ?
Varðandi það sem þið skrifið Hjörvar og Solla þá hef ég ekki orðið vitni að barnalegum og rætnum viðbrögðum SF og VG í þessu máli. Af hverju hefðu t.d. DBE og SS átt að fara og ræða sérstaklega við mótmælendur ? Þeir voru ekki á þeirra vegum og þó svo að mótmælendur hafi verið sammála DBE og SS í þeirra málflutningi þá er ekki hægt að setja samasem merki á milli borgarfulltrúanna og mótmælandanna. Einnig finnst mér það frekar ódýrt að ætla það að þetta hafi einungis verið þessi litli hópur sem er á móti þeim vinnubrögðum sem notuð hafa verið undanfarið - þau voru einungis fulltrúar fyrir þá fjölmörgu Reykvíkinga sem eru sama sinnis.
Smári Jökull Jónsson, 28.1.2008 kl. 14:30
Það er rétt. Láta menn heyra það ! Ég held að það sé svosem alveg í lagi að skelli í tönnum þegar atburðarásin er með þeim hætti sem við höfum mátt sjá hér í borginni undanfarið en aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:47
Blessaður Elliði. Búum til betri borg, horfum lengra - hugsum stórt; þetta er það eina jákvæða í pistlinum þínum Elliði minn. Rausið í grein þinni er öðrum þræði frá ritstjóra Moggans og hitt er ergelsis röfl, sem ekki hæfir þeim jákvæða bæjarstjóra, sem ég hefi álitið þig vera hingað til. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 28.1.2008 kl. 17:04
Ef það hefur verið óróleiki á Heimaey vegna Borgarstjóraskiptana, hvernig heldur þú að ástandið hafa verið hjá okkur sem að borgum skattinn hér í Reykjavík. Það er vægast sagt slæmt.
Sem læknir finnst mér rangt af Ólafi F. að hafa sjálfur fordóma fyrir sínum kvilla, því auðvitað á læknir að vera algjörlega fordómalaus gagnvart sjúkdómum til að geta læknað þá.
Ólætin á pöllunum finnst mér vera smá mál. Ef það væri aðal málið hér í borginni þessa dagana þá ættum við ekkert vandamál.
Ég las viðtalið við Ólaf F. í DV um helgina. Þar kemur fram að hann er haldin "þráhyggju" hann tekur ekki i hendi fólks, heldur gefur því Opal úr öðrum vasanum og fær ser sjálfur Opal úr hinum vasanum. Já það er margt skrítið í veröldinni. ÞAÐ ER KALT Á TOPPNUM OG HEFUR ALLTAF VERIÐ. Það þarf sterka einstaklinga til að þrífast þar. Kannski er Ólafur nógu sterkur til þess, það mun koma í ljós.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 28.1.2008 kl. 18:30
Sæll Elliði.
Það að falla frá stefnumálum ´sínu og kostningaloforðum, til þess eins að komast að kjötkötlunum, er nú ekki trúverðugt fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins í síðustu kostningum. Það eitt að endurreisa Vilhjálm (Villa viðutan) til forustu, nægir mér eitt til að sjá að núverandi meirihluti er ekki fær til að stjórna borginni.
Sakna þess að sjá ekki bogg frá þér um atvinnumálin í eyjum, og ekki síst í ljósi síðustu tiðinda um uppsagnir starfsfólks Péturseyjar. ehf. Gæti hugsast að veiðigjaldið hafi gert út um þá??
haraldurhar, 28.1.2008 kl. 23:42
Flott grein.
p.s. Guðrún Þóra - þetta var ekki viðtal við Ólaf í DV um helgina, heldur umfjöllun um hann, það er stór munur á því vinan.
Jason, 29.1.2008 kl. 09:09
Það er alveg hryllingur í hvaða farveg PR-listinn, Ríkisútvarpið og Spaugstofan haf farið með þetta mál. Þeir ættu allir að sjá sóma sinn í því að biðja opinberlega afsökunar. Og þá af einlægni, ekki hlæjandi og glottandi.
Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:25
Það er greinilegt að ritstjóri morgunblaðsins hefur talsverð áhrif á umræðuna sem stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins stendur í hverju sinni. Stuttbuxnadeildin, undir forystu ritstjórans, eru þeir sem hafa hvað mest talað um þessi veikindi borgarstjóra.
Smári Jökull Jónsson, 29.1.2008 kl. 13:35
Þetta hefur allt verið mjög fróðlegt í kringum þessi valdaskipti, þó hefur það vakið mesta athygli mína hversu hrikalega tapsárir vinstra sullið er, það sást best á skrílslátunum á borgarstjórnarfundinum og svo fer vinstra liðið hamförum á bloggsíðum og heldur að það geti farið framá kosningar aftur afþví að nú er búið að mynda meirihluta sem því hugnast ekki.
Svo finnst vinstra sullinu ekkert athugavert við það hvernig það myndaði meirhluta með Björn Inga og það þrátt fyrir að stuttu áður hafi Dagur bjé látið í ljós skoðun sína á Björn Inga og vinnubrögðum hans og þar kom Dagur bjé m.a inná að Björn ingi væri spilltur en Dagur varð svo fljótur að kok gleypa þetta allt í sig þegar honum voru færð völdin, þurfti ekki einu sinni að koma sér saman um málefnin, bara raða í nefndir og skipta völdunum á milli sín, málefnin áttu að verða seinni tíma vandamál , en svo finnst þessu sama liði svo allt annað mál að 'Olafur myndi meirihluta með sjöllunum , haha þvílík vitleysa.
Það var flott hjá Ólafi að sjá í gegnum Dag Bjé og kó, Dagur hélt að það væri nóg að stjórna Reykjavík bara með því að mæta bara af og til í viðtöl með tómt málefnaplagg og þruma útúr sér runu af fallegum orðum sem höfðu nákvæmlega enga meiningu og ekkert lá að baki og ekkert komst í verk, fráfarandi meirihluti gat ekki einu sinni tekið ákvörðun um 2 hús á laugaveginum, gat ekki komið sér saman um málefnasamning og svo er vinstra sullið hissa á því að Ólafur hafi verið tilbúinn að yfirgefa kvartettinn og ganga til liðs við nýjann meirihluta þar sem hann hefur mun betri tök á því að koma sínum málefnum á framfæri!! Og það tók ekki langann tíma að ganga til verka, strax byrjað að lækka skatta, eitthvað sem að Reykvíkingar fengu aldrei að kynnast í stjórnartíð R-Listans, búið að taka ákvörðun um húsin á laugaveginum, já eflaust finnst vinstra liðinu skrítið að sjá allt í einu verkin tala og þá sér það sér leik á borði og færir umræðuna niður á skítlegt plan!!
Bono (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 14:39
Rétt að benda Guðrúnu á að DV er nú ekki beint traustasti miðillinn og ekki var eitt orð haft eftir Ólafi. Þetta með þráhyggjuna er eitthvað sem haft var eftir "öruggum heimildum" en á það blés Ólafur þegar hann kom til starfa í gær og "tók þéttingsfast í hönd starfsmanna ráðhússins..." eins og visir.is greinir frá.
Smári Jökull er ennþá fastur í ungliðahreyfingu V-listans með sína stuttbuxnadeild. Mér sýnist nú fólk á öllum aldri og í öllum flokkum hafa skoðanir á þessu máli. Smári ætti kannski að lesa bloggið hennar Ólínu, hún verður nú seint bendluð við umrædda stuttbuxnadeild...
Sigursveinn , 30.1.2008 kl. 11:42
Enda orðið meira notað til gamans Svenni
Það sem ég meinti var að þeir sem hafa blásið umræðuna um veikindi borgarstjóra upp í fjölmiðlum eru Sjálfstæðismenn með Styrmi Gunnarsson í broddi fylkingar. Svo reyna þeir að koma því yfir á flokksmenn minnihlutans í borgarstjórn með takmörkuðum árangri því flestir sjá í gegnum þennan leik þeirra, nema þeir sem vilja hreinlega ekki sjá í gegnum hann !
Varðandi greinina í DV þá var hún nú ekki sérstaklega fagmannlega unnin og í raun lítið sem maður tekur mark á þar. En eitthvað af því hlýtur nú að vera byggt á sannleikanum, spurning bara hvað það er....
Smári Jökull Jónsson, 30.1.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.