21.1.2008 | 22:38
Ég fagna nýjum meirihluta í borginni, en reynsla okkar Eyjamanna af svona veikum meirihluta er ekki góð
Hin pólitíska atburðarrás hefur verið fróðleg í dag. Nýr meirihluti myndaður og enn einn borgarstjórinn hefur nú verið munstraður og næst verður það Ólafur F. Magnússon sem gegnir því embætti. Ef mark er takandi á því sem Margrét Sverrisdóttir sagði í kvöldfréttum þá styður hún Ólaf ekki í þessum ákvörðunum og því er kominn upp staða sem við Eyjamenn þekkjum ekki af góðu, meirihlutinn stendur og fellur með einum einstakling, forfallist hann þá er meirihlutinn ekki starfhæfur. Þetta er nákvæmlega sama staða og þegar Andrés Sigmundsson sem sat á B lista sleit samstarfi við okkur sjálfstæðismenn og myndaði nýjan meirihluta með Lúðvík Bergvinssyni og hans fólki í V- listanum (Samfylkingunni).
Þar með vorum við kominn í minnihluta. Í þekkti því leiðinlega vel þær ábendingar sem á lofti hafa verið í kvöld um að nú megi Ólafur ekki forfallast á fundi og þá sé minni hlutinn falinn þegar Margrét Sverrisdóttir kemur inn sem varamaður.
Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort Ólafur geti ekki skipað einhvern annan en Margréti sem varamann fyrir sig í Borgarráð þegar hann verður formaður þar. Svo er þó ekki.
Í 24. gr. sveitarstjórnarlaga stendur:
Varamenn taka sæti í sveitarstjórn í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalfulltrúar þess lista sem þeir eru kosnir af falla frá, flytjast burtu eða forfallast varanlega á annan hátt eða um stundarsakir frá því að sitja í sveitarstjórn.
Nú er framboðslisti borinn fram af tveimur eða fleiri stjórnmálaflokkum eða samtökum og geta þá aðalmenn listans komið sér saman um mismunandi röð varamanna eftir því hver aðalmanna hefur forfallast. Yfirlýsing um slíkt samkomulag skal lögð fram á fyrsta eða öðrum fundi sveitarstjórnar eftir kosningar.
Nú næst ekki samkomulag milli stjórnmálaflokka eða samtaka sem standa að sameiginlegum lista, og skulu þá þeir varamenn listans, sem eru úr sama stjórnmálaflokki eða samtökum og aðalmaður sá sem um er að ræða, taka sæti hans í sveitarstjórn í þeirri röð sem þeir voru kosnir án tillits til þess hvar þeir annars eru í röð varamanna. Sé enginn úr hópi varamanna slíks lista í sama stjórnmálaflokki eða samtökum og aðalfulltrúinn sem í hlut á var þegar kosning fór fram taka varamenn listans sæti samkvæmt venjulegum reglum.
Þegar aðalmaður flytur úr sveitarfélaginu um stundarsakir má ákveða að hann skuli víkja úr sveitarstjórn þar til hann tekur aftur búsetu í sveitarfélaginu. Tekur þá varamaður hans sæti samkvæmt framangreindum reglum.
Til að átta sig á forsendum þarf einnig að taka tillit til þess að við setningu gildandi sveitarstjórnarlaga var fellt brott ákvæði í eldri sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986, um að aðalmaður í sveitarstjórn sem forfallaðist um stundarsakir vegna veikinda eða af öðrum ástæðum gæti sjálfur valið þann varamann sem taka skyldi sæti í hans stað. Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 45/1998 kemur eftirfarandi fram um þessa breytingu:
Lagt er til að fellt verði brott ákvæði 3. málsl. 4. mgr. 35. gr. gildandi laga um að ef aðalmaður forfallast um stundarsakir vegna veikinda eða af öðrum ástæðum geti hann valið sjálfur þann varamann sem taka skal sæti hans á meðan. Gert er því ráð fyrir að varamenn taki ætíð sæti eftir þeirri röð sem þeir eru kjörnir. Samsvarar sú regla ákvæði 130. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 80/1987, sbr. 115. gr. sömu laga, um hvernig varamenn taka þingsæti. Verður því um að ræða eina skýra reglu um hvernig varamenn taka sæti í sveitarstjórn.
Í ljósi framangreinds er ljóst að skýra verður ákvæði 1. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga samkvæmt orðanna hljóðan, en samkvæmt ákvæðinu taka varamenn almennt sæti í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmaður forfallast varanlega eða um stundarsakir.
Áhugamenn um pólitík hafa gaman af því að velta því fyrir sér hvað myndi gerat ef Ólafur myndi forfallast á fund borgarstjórnar. Einhverjir halda því blákalt fram að þar með sé meirihlutinn falinn en auðvitað er ekki svo. Þótt aðstaðan sé vissulega pínleg þá myndu ábyrgir stjórnmálamenn ekki fórna hagsmunum kjósenda með því að vinna skemmdarverk þótt þeir hefðu til þess pólitískt vægi á einum fundi.
Sem pólitískurpúki myndi maður ef til vill freistast til þess að samþykkja eitthvað smávægilegt sem væri sitjandi meirihluta vanþókknanlegt. Til dæmis sæi maður fyrir sér að minni hlutinn í borgarstjórn myndi samþykkja að láta gera skoðunarkönnun meðal íbúa í hverfunum umhverfis flugvöllinn um það hvort flytja ætti völinn úr Vatsmýrinni. Sakleysileg tillaga sem pirrar en skaðar ekki.
Sannast sagna þá hef ég nettar áhyggjur af flokkssystkinum mínum í borginni. Við sáum hvernig fór fyrir V listanum (Samfylkingunni) hér í Eyjum þegar þeir reyndu þennan leik. Veikur meirihluti sem byggði á stuðningi manns sem stóð einangraður innan framboðslistans. Sá meirihluti féll. Límið sem gæti haldið þessu öllu saman er vissan um að í algert óefni er komið ef þriðji meirihlutinn fellur.
Svo er nú ekki laust við að manni finnist Samfylkingin vera í veikri stöðu til að gagnrýna það að myndaður sé meirhluti sem stendur og fellur með einum manni. Það var jú þingflokksformaður þeirra sem tók þessa sömu ákvörðun hér í Eyjum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Elliði.
Ég horfðu á síðasta þátt Spaugstofunnar. Ég verð að segja, að það var varla hægt að brosa að veikum tilburðum þeirra ágætu leikara, sem flytja okkur þennan þreytulega skemmtiþátt einu sinni í viku. Hins vegar eru tilburðir borgarstjórnar Rvk. bráðfyndnir. Hefndarhugur sjálfstæðismanna í borginni er slíkur, að öllu er fórnað fyrir völd í borginni við sundin. Upphlaupið við síðustu umskipti var broslegt. Þetta slær þó öllu við. Mæli með því, að stilla forystumönnum borgarstjórnar Reykjavíkur upp næsta laugardagskvöld á besta útsendingartíma sjónvarps. Hvert verður svar núverandi minnihluta á næstu dögum og vikum ? Þetta er efni í framhaldsþátt. Fer Ólafur á taugum, lítur minnihlutinn bjartan Dag, er Villi viðutan, fær Bingi sér ný jakkaföt, fer Svanhildur aftur á flug, hvað gerir Margrét ?
Þegar stórt er spurt, er oft lítið um svör. Við fylgjumst spennt með framhaldinu.
Kveðja fóv.
Friðbjörn Ó. Valtýsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 09:08
Sæll Elliði
Er þetta lagaákvæði ekki að segja okkur að samstarfsflokkur þarf að samþykkja þá varamenn sem hinn flokkurinn hefur ? Sem sagt Margrét hugnast ekki þessum báðum flokkum þá mega Ólafur og Vilhjálmur tilnefna nýja varamenn !!
Sbr. "Nú er framboðslisti borinn fram af tveimur eða fleiri stjórnmálaflokkum eða samtökum og geta þá aðalmenn listans komið sér saman um mismunandi röð varamanna eftir því hver aðalmanna hefur forfallast. Yfirlýsing um slíkt samkomulag skal lögð fram á fyrsta eða öðrum fundi sveitarstjórnar eftir kosningar."
Sem sagt á næsta eða þar næsta borgarstjórnarfundi verður lagður fram listi um varamenn eða mann beggja flokka ekki satt. Og Margrét úti.
Halldór (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 09:57
Nei Halldór þetta er ekki rétt túlkun hjá þér (því miður fyrir Villa og Ólaf). Slíkt getur bara gerst þegar tveir eða fleiri flokkar bjóða saman fram undir einum listabókstaf. Ekki þegar flokkar fara í samstarf.
Réttur Margrétar Sverris er alger. Hún er réttkjörin varafulltrúi og því varamaður fyrir Ólaf í Borgarstjórn, Rétt eins og G. Ásta Halldórsdóttir var varamaður fyrir Andrés hér á seinasta kjörtímabili jafnvel þótt hún fylgndi honum ekki í meirihlutasamstarfið.
Ég bendi áhugasömum á eftirfarandi: http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/Sveitarstjornarmal_-_Rettindi_og_skyldur/2003-04-23.doc
Elliði Vignisson, 22.1.2008 kl. 11:07
Sæll Elliði.
Það er sannarlega rétt hjá þér að þetta er ekki öfundsverð staða sem þeir eru í Sjálfstæðismenn í Reykjavík og Ólafur F Magnússon. Staða sem V-lista menn í Eyjum (Lúðvík) ættu að þekkja vel og það er kannski ástæðan fyrir því að þingflokksformaðurinn knái gagnrýnir þessa skipun mála núna, þar sem hann hefur reynsluna af því að hún gengur ekki upp ?
En ég held þetta sé nokkuð góður punktur hjá þér að það sem gæti haldið þessu saman er sú vonlausa staða sem kemur upp ef þriðji meirihlutinn springur. Þá er ekki gott að sjá hvað kemur næst á eftir - boðað til nýrra kosninga ? En það er nokkuð ljóst að Margrét Sverrisdóttir á skýlausan rétt á því að koma inn sem varamaður þegar Ólafur F forfallast og það er líka ljóst að hún ætlar ekki að styðja þann meirihluta sem myndaður var í gær.
Sjáum hvað setur í framhaldinu...
Smári Jökull Jónsson, 22.1.2008 kl. 14:46
Já algerlega rangt mat hjá undirrituðum og þessi úrskurður svo ekki verði um villst tekur af allann vafa. En eins og segir í úrskurðinum :
" Til að þessi undantekning frá hinni almennu reglu um röð varamanna skv. 1. mgr. 24. gr. eigi við þurfa þrjú skilyrði að vera uppfyllt: 1. Framboðslisti þarf að hafa verið borinn fram af tveimur eða fleiri stjórnmálaflokkum eða samtökum.2. Framboðslisti þarf að hafa hlotið tvo eða fleiri aðalmenn kjörna í sveitarstjórn, sem eru fulltrúar tveggja eða fleiri stjórnmálaflokka eða samtaka er að listanum standa.3. Yfirlýsing um samkomulag kjörinna aðalmanna þarf að leggja fram á fyrsta eða öðrum fundi sveitarstjórnar eftir kosningar."
Sem sagt réttur Margrétar er skýr sem gerir það að verkum að meirihluti nýju borgarstjórnar verður að teljast, svo ekki verði meira sagt, dálítið tæpur. Og eins og þú réttilega bendir á þá er sagan ekki hliðholl svo tæpum meirihluta.
Halldór (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 15:04
Góð greining hjá Elliða. Staðan er veik hjá þriðja meirihluta. En - það borgar sig ekki pólitískt fyrir annan meirihluta að fella þriðja meirihluta ef Ólafur forfallast. Það skapar glundroða og er engum til framdráttar. Því gerist það ekki. Það er miklu meiri hætta á að sex-menningarnir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna gefist aftur upp á Vilhjálmi, þegar hann fer að gera vitleysurnar, eins og var í fyrsta meirihluta.
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 17:25
Ég verð að viðurkenna að ég skemmti mér ágætlega yfir pólitískum krísum Reykvíkinga. Hver veit nema vandræðagangurinn í borgarstjórn slái aðeins á hrokann í borgarfulltrúum gagnvart landsbyggðinni. Til að byrja með ætla ég bara að nefna eitt dæmi; (þau eru mikið fleiri). Fyrir nokkrum dögum setti Svandís Svafarsdóttir borgarfulltrúi, (þá í meirihluta), ofaní við Vegagerðina fyrir að mæla með svokallaðri Eyjaleið fyrir Sundabraut frekar en að setja Sundabrautina í göng. Aðal ástæðan var sú að það er 10 miljörðum dýrara að setja Sundabrautina í göng. Þetta hugnaðist Svandísi Svafarsdóttur borgarfulltrúa ekki, kostnaður við samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu skipti nefnilega ekki máli! Þð væri gaman að vita hvort afstaða hennar er sú sama gagnvart samgöngubótum til Vestmannaeyja, að kostnaður skipti ekki máli!
Haraldur Sverrisson, 22.1.2008 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.