Handafls aðgerðir í sjávarútvegi kosta íbúa Suðurkjördæmis eitt þúsund og eitt hundrað milljónir

100_1935Alþingismenn í suðurkjördæmi eru gott og vinnusamt fólk.  Meðal þeirra verka sem þeirra bíða er að ráðast til atlögu við þá miklu mismunun sem við er að glíma innan sjávarútvegsins.  Suðurland fer illa út úr ofurskattlagningu á sjávarútveginn og við því þarf að bregðast.  Niðurskurður á þorskkvóta hefur gert þetta að enn þarfara verkefni en áður.

Handaflsaðgerðir í sjávarútvegi kosta íbúa Suðurkjördæmis eitt þúsund og eitt hundrað milljónir
Það er grundvallaratriði að þeir sem starfa í sjávarútvegi geti treyst á að allir sitji við sama borð.  Krafan er einfaldlega sú að starfseminni séu settar almennar reglur sem allir geta treyst að standi til langframa.  Því miður er staðan sú að íbúar í Suðurkjördæmi leggja í dag rúmlega 1,1 milljarð (rúmlega eitt þúsund og eitt hundrað milljónir) til vegna svokallaðra potta og línumismununar.

Eyjamenn eru ósáttir við veiðileyfagjaldið
Bæjarstjórn Vestmannaeyja er ekki hvað síst ósátt við veiðileyfagjaldið og telur það mismuna byggðum landsins.  Margítrekað hefur verið rætt við “stóru krakkana” í pólitíkinni þ.e.a.s. þingmenn og ráðherra um hæpnar forsendur þessa landsbyggðaskatts.  Því miður fer umræða um veiðileyfagjaldið oftast út í umræðu um hugmyndafræði þar sem menn detta í einhvern Morfís gír og kappkosta að ræða þjóðarauðlind, sameign þjóðarinnar, byggðastefnu, byggðarröskun og fleira.  Alla jafnan er um leið settur upp spekingssvipur þeirra sem upplýstir eru en að umræðum loknum er vandinn enn til staðar.  Lítið hefur því miður borið á skilningi á þeim vanda sem það veldur byggðalagi að stóla á atvinuveg sem er skattlagður umfram aðra atvinnuvegi. 

Mikil staðreyndahagfræði en lítið af stefnuhagfræði
Ég er lítt lesin í hagfræði, það viðurkenni ég fúslega.  Ein og ein grein og bók um hagfræði kemst þó í gegnum þá síu sem takmarkaður tími setur mér hvað lestur varðar.  Nú nýlega las ég um muninn á staðreyndahagfræði  og stefnuhagfræði.  Í grófum dráttum má lýsa þessu sem svo að staðreyndahagfræði lýsir því sem verið hefur og greinir hvers vegna staðan í dag er eins og hún er, var eða verður.  Stefnuhagfræðin fjallar hinsvegar um vænlegar leiðir til að bæta árangur í efnahagslífinu.  Óneitanlega saknar maður þess að stjórnmálamenn og embættismenn fjalli ekki meira um stefnuhagfræði sjávarútvegs og sjávarútvegsbyggða eins og hér í Vestmannaeyjum.

Eyjamenn greiða 110 milljónir ári í veiðileyfagjald
Það er einfaldlega skaðlegt fyrir landsbyggðina og þá ekki síst íbúa á Suðurlandi að umræðan skuli ætíð þurfa að falla í Morfísfarveginn.  Hvað sem allri hugmyndafærði líður þá er staðreyndin sú að við Eyjamenn eru að greiða um 110 milljónir á ári í veiðileyfagjald (og þá er eftir byggðarkvóti, línuívilnun, rangir slægingarstuðlar, bætur vegna skel og rækju og fl.).  Ef þessir peningar yrðu eftir hjá bæjarfélaginu (eðlilegast væri að sleppa þessari gjaldtöku en það væri þó ill skárra) myndi þetta duga fyrir nýjum stórum leikskóla annað hvert ár, á 5 árum væri hægt að byggja nýja skipalyftu, hægt væri að hafa allt íþrótta- og æskulýðsstarf gjaldfrjálst, og þannig mætti áfram telja.  Þetta er vandi sem þarf að ræða á praktískum nótum en ekki hugmyndafræðilegum.  Ef við værum að sinna álbræðslu, verðbréfamiðlun eða orkuvinnslu þá yrðu þessar 110 milljónir eftir hér í Eyjum, en þar sem við vinnum við undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar þá erum við (og aðrir sjávarútvegsbæir) skattlögð umfram aðra íbúa þessa lands. Staðreyndin er sú að 35% íbúa landsins (landsbyggðin) greiðir 85% skattsins.

Undarleg hagfræði
Enn og aftur minni ég á hversu lítt ég er lesin í hagfræði.  Viljinn til að læra er hinsvegar til staðar og þætti mér vænt um ef einhver gæti útskýrt fyrir mér gæði þeirrar hagfræði sem um þessar mundir er stunduð og felst í því að ofurskattleggja sjávarbyggðir um allt land en afhenta þeim svo lítinn hluta af þessum sköttum í formi mótvægisaðgerða, byggðastyrks eða einhvers annars vegna efnahagslegra erfiðleika í þessari sömu grein.

Létta á álögum á sjávarútveginn og þar með á landsbyggðina
Staðreyndin er sú að auðlindagjald er landsbyggðaskattur sem leggst þyngst á efnahagslega  köldustu svæði landsins.  Ríkið á að styðja við bakið á þessum samfélögum með því að létta álögum á atvinnugreinar þessara svæða, þótt ekki væri nema til jafns á við það sem annarstaðar er.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

    Íbúar Vestmannaeyja hafa  byggt afkomu sína á veiðum og vinnslu sjávarfangs, í mörg hundruð ár.  Það sem veldur hnignum atvinnulífs í Vestmannaeyjum, er núverandi aflamarkskerfi, og ef fer fram sem horfir, að þessu kerfi verður ekki breitt, þá er ekki þörf á nema ca. 1000 íbúum til Vestmannaeyjum. Það hljómar undarlega í mín eyru þegar íbúi Vestmannaeyja biðlar til stjórnvalda um breytingu á kerfi, sem er að ganga fra samfélaginu sem hann býr í dauðu.  Nær hefði verið að mínum dómi, að fara fram á að Vestmannaeyjar fengju 3 mílna fiskveiðilögsögu, í kring um eyjarnar, sem þeirr gætu nýtt að eigin vild og skilyrt að afli væri unninn heima.

     Legg svo til að þið byggið vindmyllugarð, og verið sjálfum ykkur nægir með raforku, og jafnvel seljið upp á fastalandið

haraldurhar, 21.11.2007 kl. 00:22

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sæll Elliði

Ég er sammála Kristni Péturssyni hér að ofan um að þú sér að beina sjónum þínum að algerum aukaatriðum en eins og hann bendir á þá hafa að jafnaði tapast 76 tonn af þorski frá árinu 1984 til 2005 út úr fiskabókhaldi Hafró og er það rúmlega helmingur af því magni sem leyfilegt er að veiða á þessu fiskveiðiári.

Það er sjálfsagt og rétt af bæjarstjóra Vestmanneyja að fara yfir hvaða fjármunir renna út úr sjávarútveginum í Vestmannaeyjum en þær 110 milljónir sem þú nefnir eru nánast smáaurar miðað við aðrar og hærri upphæðir sem renna út úr greininni við leigu og ekki síst sölu aflaheimilda.  Það fást t.d. ekki nema rétt liðlega 35 tonna veiðiheimild í þorski fyrir 110 milljónirnar en það er magn sem lítil handfæratrilla gæti vel sótt.

Við sölu og kaup aflaheimilda í Vestmannaeyjum sem og annars staðar á landinu hafa runnið milljarðar út úr greininni á síðustu árum og eftir stendur atvinnugreinin skuldum vafin og með sífellt minni og minni aflaheimildir til þess að vinna á skuldunum.  Það er hinn stóri vandi en ekki einhver gjaldtaka, línuívilnun, byggðkvóti eða hvað allar þessar bætur kallast á ónýtt kerfi. 

Sigurjón Þórðarson, 21.11.2007 kl. 10:50

3 identicon

Líst vel á þessa hugmynd Elliði sem byggðaaðgerð í nýju fiskveiðkerfi í heild sinni þar sem m.a. yrði horft til keningar Kristins Þið eyjamenn verðið að standa vörð um Vinnslustöðina því byggðaskelfir ætlar sér að komast yfir veiðiheimildir ykkar. 

Kveðja, Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 13:06

4 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Sæll Elliði

 Þú gleymir að tiltaka styrkinn sem samfélagið greiðir til Vestmannaeyinga eins og annara byggðarlaga þar sem sjómenn búa, þ.e Sjómannafrádráttinn. Þegar ég hef verið að róa frá Vestmannaeyjum þá fær útgerðin slíka niðurgreiðslu á launin mín eins og þegar ég ræ annarstaðar.

Maður á alltaf að birta báðar hliðar efnahagsreikningsins, annars lítur þetta bara út eins og enn eitt grenjubréfið frá LÍÚ.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 21.11.2007 kl. 20:15

5 identicon

Sæll Jóhannes

Hérna verð ég að verja hendur LÍÚ í fyrsta skiftið held ég á ævinni að samfélagið greiði sjómannaafsláttinn er algjör fjarstæða þegar málið er skoðað ofan í kjölinn. Gengi Íslensku krónunar er búið að vera í áratugi vitlaust stillt útflutningsfyrirtækin sem en eru eftir hér á landi og þau fyrirtæki sem voru hér á árunum áður hafa greitt ómældar upphæðir í hundruðum milljarða króna til samfélagins vegna þessa. Innflutingurinn og neytendur hafa fengið sínar vörur mjög ódýrar vegna þessa ánauðar sjávarútvegsins sem dæmi að þurfa að fá allt að 40% minna fyrir framleiðluna sína heldur en fyrirtækin í samkeppnislöndunum allt í kring um okkur Danmörk, Noregur,Færeyjar,Þýskaland svo má lengi telja. Sjómenn hér á landi og LÍÚ yrðu til í að losna við sjómannaafsláttinn ef þeir fengju allt að 40% meira fyrir sitt sjávarfang í staðin sem hefði það að sjálfsögu í för með sér að þottavél, bíl,húsgöng innflutar matvörur myndu hækka um allt að  40% í staðin þá er rétt gefið og viðskiftarhallinn myndi minka mikið á skömmum tíma og kvótabrask til að búa til peninga í staðin svona bakvið yrði óþarfur til að fella vitleysuna sem það hefur leitt af sér.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ  

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband