15.11.2007 | 09:35
Breytt skipan vélstjórnarnáms
Á ţriđjudaginn funduđum viđ í skólanefnd Framhaldsskóla Vestmannaeyja. Ég er nú kominn í nýtt hlutverk hjá FÍV og nú sem formađur skólanefndar. Ferillinn í FÍV heldur ţví áfram. Ég byrjađi hann sem nemandi, síđan kom ég ţangađ í starfsnám ţegar ég lćrđi til kennara, ađ loknu mastersnámi í sálfrćđi fór ég í 50% stöđu sem afleysingakennari, réđi mig svo í fulla vinnu sem kennari í 9 ár, eftir ađ ég varđ bćjarstjóri fór ég svo inn í skólanefnd og nú er ég orđinn formađur skólanefndar. Ţađ kemur ţví vart á óvart ađ ég hef miklar mćtur á ţessari stofnun. Í mínum huga er hún einn af máttarstólpum samfélags okkar. Ţá hef ég einnig ţá bjargföstu trú ađ á nćstu misserum komi til međ ađ skapast mikil tćkifćri til sóknar fyrir skólann, bćđi međ meiri ţjónustu hér innanbćjar og međ ţví ađ bjóđa upp á ţjónustu á suđurlandi, frá Hvolsvelli út ađ Klaustri.
Eitt af ţví sem viđ fjölluđum um voru tillögur ađ breyttri skipan vélstjórnarnáms sem nú liggja fyrir hjá menntamálaráđuneytinu. Um leiđ breytast reglur og viđmiđ varđandi atvinnuréttindi vélstjóra. Í dag eru lćgstu réttindin, vélavarđarréttindi eđa 375 kW, en ţau fást eftir eina önn í skóla (19 einingar). Annađ stigiđ er nú 750 kW og fćst eftir tveggja ára nám (85 einingar) og í öllum tilfellum ţarf starfstíma á sjó eftir ţví sem reglur segja til um, ásamt slysavarnarskóla sjómanna. Gert er ráđ fyrir ađ breytingin taki til ţeirra sem innrita sig eftir áramót.
Nýja fyrirkomulagiđ gerir ráđ fyrir ţví ađ fyrstu réttindi fáist eftir eitt ár í skóla (38 einingar) og veita ţau 750 kW réttindi eftir tilskilinn siglingatíma, en ţó ekki fyrr en viđ 18 ára aldur. Annađ stigiđ verđur 3 ár (126 einingar) og kemur til međ ađ gefa 1500 kW réttindi.
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur ţví ákveđiđ ađ bjóđa ţeim sem ţađ vilja, ađ taka vélavarđarnámiđ sem nú er veriđ ađ leggja niđur og er ţađ nokkuđ örugglega síđasta tćkifćriđ til ađ ná sér í réttindi á einni önn, réttindi sem gilda til dćmis á trillur og minni báta. Ţeir sem vilja nýta tćkifćriđ ţurfa ađ skrá sig fyrir 1. desember, á skrifstofu skólans eđa hjá Gísla Eiríkssyni brautarstjóra vélstjórnarbrautar.
Ástćđa er fyrir áhugasama ađ hafa hrađar hendur og skrá sig í námiđ. Hćgt er ađ hafa samband viđ skrifstofu skólans í síma 488-1070.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.