28.10.2007 | 23:13
Hetjunar okkar
Helgin hefur verið hreint stórkostleg. Við Unnur vorum með Peyjana okkar í 6. flokki á íslandsmóti og árangurinn var slíkur að við erum að hreint springa úr monti af litlu hetjunum okkar. Reyndar er ég svo mikil keppnismaður í mér að ég þarf öðru hverju (reyndar í hverjum leik) að minna sjálfan mig á að þetta snýst um það að hafa gaman og sigur er einungis bónus. (myndin hér til hliðar er af drengjunum okkar rétt áður en þeir gengu inn með landsliðinu fyrir leik Íslands og Ungverjalands á föstudaginn, ekki kæmi það mér á óvart þótt einhverjir þeirra ættu síðar eftir að verða leikmenn með landsliðinu).
6. flokkur karla tók þátt í fyrsta fjölliðamóti vetrarins um helgina. Keppnin var í umsjón FH og fór fram í Hafnafirði, og stóðu þeir sig afar vel í framkvæmd eins og þeirra var von og vís. Mótið var fjölmennt en við í ÍBV mættum til leiks með 4 lið, A (fæddir 96), B (fæddir 96), C (fæddir 97) og C2 (fæddir 97). Alls voru því 32 Eyjapeyjar þátttakendur í mótinu. Riðlakeppni hófs snemma morguns á laugardag og drengirnir okkar sýndu strax að það er ekki tilviljun að Vestmannaeyjar eru kallaðar íþróttabær. Ekki einungis voru þeir sjálfum sér til sóma innan vallar og utan, heldur var árangur liðanna umfram það sem hægt er að ætlast til. A og C lið luku sínum leikjum fyrir hádegi og tryggðu sér snemma sannfærandi sæti í milliriðlum. C liðið lauk til að mynda milliriðlum með markatöluna 96 13. B og C2 hófu svo keppni eftir hádegi. B liðinu tóks ætlunarverk sitt og tryggði sér sæti í milliriðlum og C2 var einungis einu marki frá því markmiði.
Á sunnudagsmorgun hófust síðan milliriðlar og drengirnir okkar mættu einbeittir til leiks. Til að gera langa sögu stutta þá endaði A liði í 2. sæti, B liði í 2. sæti og C liðið lauk leik án þess að tapa einum einasta leik og eru ótvíræðir sigurvegar mótsins.
Það eru mikil forréttindi að fá að taka þátt í því mikla starfi sem unnið er innan ÍBV. Hlutdeildin í lífi barnanna sem eru stöðugt að upplifa sigra innan vallar og utan fyllir mann trú á tilveruna á öflugri hátt en flest og engin vettvangur er betri en slíkt en starf innan ÍBV. Skipulagið og gæði starfsins eru hreint frábær. Að sjá stjörnurnar í augum 50 barna í ÍBV þegar þau gengu inn á þjóðarleikvangin okkar með landsliðsmönnum fyrir leik á föstudaginn er einungis sýnishorn af þeirri upplifun sem störf innan íþróttahreyfingarinnar býður upp á.
Ég er nú þegar farinn að hlakka til æfingarinnar sem er kl. 17.00 á mánudag og ljóst að bæði við Unnur og Peyjarnir erum nú margs vísari um hvað við þurfum að gera til að ná betri árangri því stefnan er áfram tekin á að vera ÍBV til sóma bæði hvað varðar hegðun, umgengni, leikgleði, árangur og allt annað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Elliði.
Flott frammistaða hjá peyjunum. Gott þjálfarateymi. Unnur er fæddur sigurvegari, hún nær ávallt góðum árangri í þjálfun. Við erum með góðan efnivið í mörgum flokkum. Nú er að halda utan um það, sem við eigum, og helst að bæta við. kv. fóv
Friðbjörn (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 11:35
Alveg magnað... gaman að sjá svona góða grein um gott gengi ÍBV og alveg óhætt að kalla þessa peyja "Strákarnir okkar"! Nú er kannski komið að því sem ég hef verið að bíða lenglengi eftir, en það er að við fáum Íslandsmeistara í karlaflokki frá Eyjum í handbolta. En hvort sem þið trúið því betur eða verr hefur ekkert karla-lið frá Eyjum orðið Íslandsmeistari, ekki ÍBV né Þór/Týr (i öllum flokkum). Nokkuð mögnu staðreynd sem þó er sönn... og oft höfum við verið MJÖG nálægt þessu.
Siggi Braga (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 12:13
Já vissulega þarf þjálfarinn að minna sig á að þetta er jú leikur hjá börnum. Og það var kannski vegna "minnisleysis" sem C- liðið vann ekki mótið, þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik. Það er hins vegar ósanngjarnt gagnvart þeim sem unnu mótið réttilega að setja þetta svona fram.
En Eyjamenn geta verið stoltir af drengjum sínum.
Þórður (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 13:06
Vegna þess sem fram kemur í færslu "þórðar" er rétt að útskýr dulítið. Þannig er að ÍBV mætti með 4 lið til keppni en enga varamenn. Á sunnudeginum vorum við í þeirri stöðu að í C liðið okkar vantaði leikmann. Í stað þess að spila manni færri leyfðum við einum af leikmönnum C2 að spila með. Þetta var ekki gert til að styrkja liðið.
Þjálfari FH kærði þetta hinsvegar til mótastjórnar og var leikurinn því dæmdur tapaður (5-0) þrátt fyrir að sannfærandi sigur ÍBV í leiknum. Niðurstaðan var því sú að lang sterkasta liðið spilaði um 3 - 4 sæti og vann þar sannfærandi sigur eins og í öllum leikjunum í mótinu.
Þess má um leið geta að nánast öll önnur lið gerðu ekki athugasemdir þegar upp kom sú staða að flytja þurfti mann "upp" um lið. Þjálfari FH var hinsvegar ósáttur við að ekki skyldi fást leyfi fyrir leikinn.
Eftir sem áður lifir sú staðreynd að öll okkar lið stóðu sig hreint frábærlega og C liðið tapaði ekki leik.
Elliði Vignisson, 29.10.2007 kl. 13:32
Djöfull er þetta lélegt af FH-ingum. Þið bara keppið einum færri á móti þeim næst og rústið þessum vælupúkum. Hvernig stóð samt brósi sig ?
Andri Eyvinds (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 14:54
Frábært hjá ykkur !! Nú höldum við áfram á þessari braut. Ég held að við ættum að fara að leggja meiri rækt við yngri flokkana. Það hefur verið gaman að sjá hvað iðkendum hefur fjölgað í yngri flokkunum. Lifi Vestmannaeyjar.
Magnús Bragason, 29.10.2007 kl. 21:28
Jaa. Andri
Málið er flóknara. FH hafði reglur HSÍ með sér í þessu og að hluta til snýst þetta jú um að vinna og þarna fengu þeir möguleika sem þeir nýttu sér.
Júlíus stóð sig eins og hetja (eins og þeir allir) duglegur eins og stóri bróðir en þægari og prúðari ;)
Bið að heils til Hollands
Elliði Vignisson, 29.10.2007 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.