Svo hljóðandi fréttatilkynning hefur verið send á fjölmiðla.
Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar í morgun kl. 08.00 var tekin ákvörðun um að selja hlut Vestmannaeyjabæjar að nafnvirði 512.756.280 í Hitaveitu Suðurnesja á genginu 7,1. Kaupandinn er Geysir Green Energy.
Ákvörðun þessi er tekin að vel ígrunduðu máli og ríkir alger einhugur meðal bæjarfulltrúa hvað þetta varðar.
Vestmannaeyjabær hefur alla tíð lagt áherslu á góða þjónustu við bæjarbúa og telur það hlutverk sitt að haga fjárfestingum sínum í samræmi við það. Í kjölfarið á þessari sölu mun bæjarstjórn leggja áherslu á að greiða niður skuldir bæjarfélagsins og vill horfa til þess að rekstrarforsendur þess til lengri tíma litið verði í kjölfarið sterkari.
Um leið og sala þessi gefur Vestmannaeyjabæ aukin tækifæri til að ráðast í þarfar framkvæmdir sem auka þjónustu við bæjarbúa verður áhersla áfram lögð á hagræðingu og aðhald í rekstri.
Fyrir hönd bæjarstjórnar Vestmannaeyja
Elliði Vignisson
bæjarstjóri
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er stefnt á að nýta einhvern hluta ágóða af sölunni í frekari fjárfestingar til langs tíma; ávöxtun!
Eða eru þessir peningar einungis eyrnarmerktir til framkvæmda og skuldagreiðslu?
Tryggvi Hjaltason, 1.7.2007 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.