Skaðleg ummæli stjórnmálamanna!!!

IMG_1580Kvótakerfið hefur mikið verið rætt seinustu daga.  Ég óttast að þessi umræða sé skaðleg fyrir sjávarútveginn og sjávarbyggðir eins og Vestmannaeyjar, Grindavík og fleiri.  Það er erfitt fyrir fyrirræki að ætla sér að byggja upp á meðan stöðugt er verið að hóta þeim eignaupptöku.  Hér í Eyjum hafa sjávarútvegsfyrirtæki ráðgert að ráðast í  fjárfestingar í landvinnslu fyrir hundruði milljóna og má þar nefna algera endurnýjun vinnslulína, byggingar á frystigeymslum, endurnýjun hráefnistanka, kaup á skipum, kaup á aflaheimildum og fleira. Svipaða sögu er að segja  um sveitarfélagið sem kappkostar að veita útgerðum úrvalsþjónustu og hefur í hyggju að ráðast í uppbyggingu á upptökumannvirki, endurbætur á hafnarmannvirkjum og fleira.  Yfirlýsingar af þeirri gerð sem við höfum orðið vitni af hjá ákveðnum stjórnmálamönnum eru ekki til þess fallnar að hvetja fólk til dáða í þessum atvinnuvegi og auðvitað óttast maður afleiðingarnar. 

Hversu viljugt væri hugbúnaðarfyrirtæki til að fjárfesta í markaðssetningu, skrifstofuaðstöðu, þróunarvinnu og fleira ef yfir þeim myndi vofa sambærileg hætta og nú vofir yfir sjávarútvegsfyrirtækjum?

Hitt er svo annað mál að það er sjálfsagt að kvótakerfið sé stöðugt til endurskoðunar.  Þannig mætti með einföldum hætti sníða ákveðna agnúa af því til dæmis með því að auka veiðskyldu og fleira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Semsagt, þú ert með kyrfilega lokuð augun og sérð ekki afkomu bjargfulga í úteyjum.

Heldur þú virkilega minn kæri, að svona væri, væri allt með felldu í lífríkinu umhverfis eyjarnar þínar?

Dettur þér virkilega í hug, að veiðarfæranotkun hafi ekkert hér með að gera?

Er það algerlega öruggt, að sá sem veiðir, viktar, býr í gáma og selur út, stundum ,,tengdum fyrirtækjum" mæli rétt?

Trúir þú þeim einum, sem fjármunalega hagsmuni hefur af því, að Kerfið verði sem óbreyttast?

Hyggur þú alla hina kverúlanta, sem ekkert vita né kunna á fæðukeðjuna?

Mikil er trú þín, svo ekki sé meira sagt.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 21.6.2007 kl. 11:18

2 Smámynd: Grétar Ómarsson

Er bjargfuglinn farinn að snæða sér á Þorsknum líka,? það er æðislegt þegar einhver borgarrotta sem aldrei hefur pissað í saltan sjó fer að tjá sig um fiskveiðistefnu, kvótamál og tilveru bjargfugla?.

Ég veit ekki betur en að ef þorskstofninn er að veikjast ætti að vera meira æti fyrir bjargfuglinn, en hann Bjarni virðist vera með þetta á hreinu.

Segðu mér eitt Bjarni, fyrst þú ert með fæðukeðjuna á hreinu, hvað er helsta fæða bjargfugla í kring um Ísland? Ég get fullvissað þig á því að það er hvorki Þorskur, Ýsa né Ufsi og heldur ekki Karfi né Steinbítur.

Fáránlegt blogg hjá þér Bjarni, þú ert einn af þeim sem allt þykist vita en veist harla lítið. 

Grétar Ómarsson, 24.6.2007 kl. 04:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband