Breytingar breytinganna vegna

listiNúna í aðdraganda kosninga fjölgar þeim ört stjórnarandstæðingunum sem halda því fram að það þurfi að skipta um ríkisstjórn einfaldlega vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið svo lengi við völd. Við Eyjamenn erum nú á stuttum tíma að heyra þessi rök í annað skipti.

Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2002 gekk Samfylkingin í Vestmannaeyjum (V-listinn) fram undir nákvæmlega þessum formerkjum.  Sjálfstæðisflokkurinn hafði þá setið í meirihluta í Vestmannaeyjum í 12 ár og skilaboð V-listans voru "Breytum breytinganna vegna".  Auðvitað var einnig bent á margt sem betur mátti fara og sumt sem var í góðu lagi gert tortryggilegt svo sem framkvæmdir í miðbænum sem svo tókust mjög vel.

Þegar upp var staðið tókst þetta herbragð og fyrir það ber að hrósa áróðursmeisturum.  Kjörtímabilið sem fylgdi var hinsvegar langt frá því að vera Vestmannaeyjum til hagsbóta.

Ég hef því ekki trú á að hér í Eyjum bíti menn tvisvar á þennan sama ryðgaða öngul.  Þegar við göngum til kosninga skulum við einfaldlega vega og meta hvaða flokki við treystum best til að leiða landið allt til móts við nýja tíma. 

Fyrir þá sem óttast að ekki verði einhverjar breytingar er einnig vert að benda á þá miklu endurnýjun sem orðið hefur í Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt nýjustu könnunum stefnir í að þingmannahópur flokksins verði nærri því helmingur nýir þingmenn.

Þá er einnig athyglisvert að spá í því að miðað við nýjar skoðanakannanir í Suðurkjördæmi verða einungis tvær konur á suðurlandi á þingi þær Björk og Unnur Brá sem báðar eru á lista Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Tek undir þetta með þér Elliði.  Hef trú á því að fólk velji þann flokk sem það treystir best til að stjórna.  En kjósi ekki með breytingum á þeim forsendum einum að gera breytingar.  Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur hér í suðurkjördæmi og býr yfir sterku fólki.

Hommalega Kvennagullið, 23.4.2007 kl. 11:29

2 Smámynd: Grétar Ómarsson

Hvað er að sjá þessa mynd af frambjóðendunum hér að ofan, það er eins og playboy förðunarmeistari og ljósmyndari hafi átt við myndina,  ekki ein hrukka og tennurnar! bara eins og í colgate fluor auglýsingu. Myndin er skelfileg.

Grétar Ómarsson, 24.4.2007 kl. 00:47

3 identicon

Nei Grétar minn.  Þau eru bara svona falleg.  Að utan og innan ;)

Elliði Vignisson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 11:32

4 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Eins og sagt er, „if it ain't broken, why fix it?“. Skrýtin rök stjórnarandstæðinga að það þurfi að skipta um stjórn bara vegna þess að núverandi stjórn hefur verið svo lengi við völd...

Björn Kr. Bragason, 26.4.2007 kl. 17:35

5 identicon

Þetta eru alveg nýjar fréttir fyrir mér Elliði....er V-listinn bara samfylkingin...ég hef greinilega alveg verið að misskilja "konseftið"

Aldís (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 19:15

6 identicon

Hahahahahahahahaha....................þið íhaldsmenn eru ekki alveg mannana bestir í hræðsluáróðinu.

Til dæmis þegar þið íhaldsmenn eru orðnir frekar hræddir um að missa völdin til vinstrimanna. Þá farið þið að segja við þessa "heimsku" kjósendur sem ætla að detta það í hug að kjósa einhvað annað enn íhaldið. Að allt muni  rjúka upp til fjandans......Og það nýjasta er að allt mun stoppa ef vinstri grænir komast til valda.

Kallast þetta ekki hræðsluáróður hjá íhaldinu????

Pálmi (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 04:54

7 identicon

Mér finnst allir flokkarnir vera með þessa hræðsluáróðra, samfylkingin og vinstri grænir með það að ekkert muni breytast ef hægri menn munu halda áfram og hægri menn segja að það verði sprenging í efnhagsmálum ef vinstrimenn komast að (sem sagt allt fari til fjandans). Þannig að ég spyr sem ung kona með kosningar rétt hvað er best að kjósa . Er betra að sleppa þessu því að maður er hræddur um að ekkert breytist hjá hægri mönnum og vinstri menn klúðri efnhag ríkisins. HVAR ER GÓÐUR KOSTUR ???? (ein efins)

Arndís Ósk (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband