Eyjamenn styðja Vestfirðinga

vestfirdirVestmannaeyjabær hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við þær áherslur sem sveitarstjórnarmenn, með Halldór Halldórsson bæjarstjóra á Ísafirði í broddi fylkingar, hafa sett á oddinn í baráttu sinni fyrir áframhaldandi blómlegri byggð á Vestfjörðum.

Svohljóðandi ályktun var samþykkt á seinasta fundi bæjarstjórnar:

Vestmannaeyjabær, styður heilshugar þær áherslur sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum setja fram í viðleitni til að snúa við þeirri óheillaþróun í byggða- og atvinnumálum sem átt hefur sér stað í landshlutanum.

Veik byggð á Vestfjörðum veikir landsbyggðina alla og um leið landið allt.

Vestmannaeyjabær lýsir sig reiðubúinn til að taka þátt í því með öðrum sveitarfélögum að snúa vörn í sókn á landsbyggðinni.

Það er skoðun mín að við sveitarstjórnarmenn eigum að leggjast allir á eitt með Vestfirðingum í þessari baráttu þeirra enda er þetta barátta fyrir landsbyggðina alla.  Á oddinn þarf að setja jöfnun flutningsgjalda, bættar samgöngur, flutning opinberra starfa og fleira.

Sameinuð stöndum vér....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Ómarsson

Ég get að mörgu leiti verið sammála þér Kristinn, en tel þó að fiskvinnslufyrirtækin ættu ekki að fá kvótann upp í hendurnar á þann hátt sem þú vilt, þú rekur sjálfur eitt slíkt að mér skilst, Það breytir samt ekki að atvinna á Bakkafirði eða annarsstaðar eigi að blæða fyrir galla í kvótakerfinu.

Hugmyndin sem þú nefndir í hádeigisviðtalinu um hólfun á landshlutum er nokkuð athyglisverð en það gæti verið sniðug lausn sem gaman væri að skoða.

Ég hef á tilfinningunni að þér er ekkert sérstaklega vel við okkur Eyjamenn og kom það berlega í ljós í hádeigisviðtalinu og líka á skrifum þínum hér að ofan.

 Eins og sumir hafa komið inn á er kerfið gallað, og ein af lausnum þínum er að úthluta þér og fyrirtæki þínu fjöreggi, Það hjálpar engum nema sjálfum þér, því sannast hefur að engum er treystandi til að fá úthlutað fjöreggi heils byggðarlags.

Segðu mér eitt Kristinn, hefur þú oft keypt fisk frá fiskmarkaðnum í Eyjum og flutt hann norður?, Ég tel að þú viljir að Vestfirðingum verði úthlutaður enn einu sinni kvóti sem hægt er að selja úr byggðarlaginu.

Það sem Elliði er að reyna að koma inn á er að landsbyggðafólk eigi að standa saman og setja nokkur mál á oddinn, hann er að bjóðast til að taka þátt í að standa við bakið og aðstoða Vestfirðinga ásamt öðrum, sem er virðingavert að mínu mati.

Annars var gaman að hlusta á þig í hádeigisviðtalinu.  Sameinuð stöndum vér...



Grétar Ómarsson, 26.3.2007 kl. 17:46

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Mér finst það alltaf furðulegt hvað er hægt að mylja undir rassgatið á sumum, í þessu tilfelli vestfyrðingum, auðvita er þetta ekki nógu gott en það ættu nú allir að sjá það sem fylgst hafa með landsmálum undafarin ár. Ég er sammála Elliða í megin dráttum en mér fynnst margt athugavert við allt þarna fyrir vestann, til dæmis þegar kvótakerfið var sett á þá vildu þeir(útgerðarmenn) fyrir vestann ekki vera með en neiddust til þess, hvað svo til að redda sér út úr skuldum þá seldu þeir (útgerðarmennirnir) kvótann frá sér en svo nokkrum árum seinna varð að hjálpa þeim (vestfyrðingum) með kvóta. Hvað gerist ekki með Orkubú Vestfjarða, ég bara spyr? kv  Helgi Þór.

Helgi Þór Gunnarsson, 29.3.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband