Sendiherrar Vestmannaeyja

1068205692_DSCF0584_med_2fiska_cropÉg var rétt í þessu að standa upp frá sjónvarpinu þar sem fram kom einn af sendiherrum Vestmannaeyja Siggi Gísla.  Í þessum þætti var umfjöllun um norræna matargerð og trúr sinni heimabyggð bauð Siggi upp á hnossgæti úr matarkistu Vestmannaeyja, lunda, fisk og ýmislegt fleira.  

Náttúrunni var gert hátt undir höfði og bersýnilega kom í ljós hversu lífrænt og heilnæmt umhverfið hér er. Kvikmyndatakan í þessum þætti var skemmtileg og skóp umfjölluninni kosmískan ramma og punkturinn yfir i-ið var lífleg og frjálsleg framkoma Eyjapeyjans Sigga Gísla.   

Siggi stóð sig eins og sannur sendiherra, var okkur öllum til sóma.  Hann eins og svo margir brottfluttir Eyjamenn eru auðlind sem við eigum að vera óhrædd við að nýta okkur í sókn okkar.  Eyjamenn eru ætíð trúir sinni heimabyggð og stoltir af því að vera héðan.  Við erum líka stolt af okkar fólki og það er gott að eiga góða að.  Siggi Gísla er einn af landsins fremstu matreiðslumönnum og ég vænti mikils af honum.  Reyndar eru þau Gíslabörn öll einstaklega gefandi og sérstaklega mikið Eyjafólk sem vill heimabyggðinni vel.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband