4.3.2007 | 12:30
"Eyjan okkar" tóks vel.
Ţá er afar vel lukkađri Eyjahelgi lokiđ en eins og flestum er kunnugt fór fram markađskynningin "Eyjan Okkar" um helgina. Dagskrá byrjađi kl. 13.00 međ Eyjakynningu í Smáralindinni. Ţar höfđu tćplega 30 fyrirtćki og stofnanir frá Vestmannaeyjum sett upp kynningu á ţví sem ţau hafa fram ađ fćra. Góđur rómur var gerđur af kynningunni enda komu um 30.000 manns á hana sem lćtur nćrri ţví ađ vera góđ Ţorláksmessa í Smáralindinni. Grímur kokkur fór á kostum og mokađi út smakki af sínum frábćru fisk- og heilsuréttum á milli ţess sem hann tróđ upp međ Hippabandinu. FÍV kynnti markađssókn sína og námsframbođ, Vestmannaeyjabćr minnti á óviđjafnalegt viđburđadagatal og búsetugćđi, Póley kynnti vöru sína, Setriđ, Fréttir, Hótel Ţórshamar, Flugfélag Íslands og svo margir fleiri buđu upp á kynningu sem virkilega sýndi og sannađi ađ í Vestmannaeyjum er bćđi öflugt mannlíf og blómlegt atvinnulíf. Ekki er hćgt ađ ljúka ţessari upptalningu án ţess ađ minnast á VKB (Vini Ketils bónda) sem voru međ kynningarbás ţar sem ţeir sögđu frá ţjóđhátíđinni og öđrum möguleikum til skemmtana í Vestmannaeyjum.
Sjálfur var ég á bás Vestmannaeyja međ mínu góđa fólki ţeim Frosta, Rut og Kristínu. Mér var ţađ sérstakt ánćgjuefni ađ finna ţá römmu taug sem er milli brottfluttra Eyjamanna og Eyjunnar okkar. Ţá neita ég ţví ekki ađ svo stoltur var ég af öllu hrósinu sem Vestmannaeyjar fengu frá gestum og gangandi ađ Eyjamontiđ í mér varđ jafnvel enn sterkara en áđur.
Kl. 20.30 var svo bođiđ til Eyjatónlistarveislu í Vetrargarđinum og tókst hún afar vel. Logarnir, Jarl Sigurgeirs, Hippabandiđ, og ađrar menningarperlur Eyjanna voru ţar á borđ bornar og var stemmningin óviđjafnaleg. Um miđnćtti hófst svo Eyjaball á Players og ef ég ţekki mitt fólk rétt stendur ţađ enn nú um hádegi á sunnudegi.
Ţá er gaman ađ segja frá ţví ađ ađóknarmet var slegiđ á Pleyers ţetta kvöld en í húsiđ komu rétt um 1000 manns. Fyrra met átti Sálin en núverandi ađsóknarmet á ţennan vinsćlasta skemmtistađ á Íslandi á sem sagt Eyjahljómsveitin Dans á Rósum ásamt Eyjahljómsveitinni Logum.
Ţeir félagar Bjöggi Rúnars og Biggi Nilsen í 3B ásamt Röggu Guđna eiga mikiđ og gott hrós skiliđ fyrir sinn stóra ţátt í ţessari Eyjahelgi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju međ ţetta, frábćrar fréttir. Mér ţćtti eđlilegt ađ VKB yrđi ráđiđ í sérverkefni fyrir Vestmannaeyjabć. Ţetta eru drengir sem halda merkjum eyjanna uppi hvar og hvenar sem er. Snillingar allir og yrđu góđir sendiherrar eyjanna.
Kjartan Vídó, 4.3.2007 kl. 20:21
Stórkostlegt Elliđi. Sýndir ţú ekki Smáralindarfólki Bćjarstjórasprang ?
Karl Gauti Hjaltason, 5.3.2007 kl. 20:42
Ţakka hlý orđ í garđ okkar VKB manna. Viđ fćrum létt međ ađ sinna einhverjum sérverkefnum fyrir Vestmannaeyjabć, enda mun stćrra og glćsilegra félag en Mafía Vestmannaeyja og Fyrirmyndar bílstjórafélagiđ til samans ...
Helgi Ólafs (IP-tala skráđ) 6.3.2007 kl. 16:09
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.