Mannrán, morđ og svívirđingar í Vestmannaeyjum

Ég hef alla tíđ haft mikiđ dálćti á sögum tengdum Tyrkjaráninu.  Mér er afar minnistćtt sem barni ţegar fariđ var í ferđir međ félögum út í Lyngfellisdal, inn í Hundrađmannahelli, upp ađ Fiskhellum, út ađ Sćngurkonusteini og víđar til ađ spá og spekulera í sögusviđi Tyrkjaránsins.  Oft skeggrćddum viđ um ţađ hvernig viđ myndum bregđast viđ ef “helvítin” kćmu nú aftur.  Oftast varđ ţađ okkar niđurstađa ađ viđ myndum stökkva ţeim á flótta međ herkćnsku, afli og baráttuţreki.  Stundum sakna ég ţess tíma ţegar manni fannst mađur geta sigrađ heiminn međ annarri hendi (og tekiđ í nefiđ međ hinni).

Ég hóf í gćr lestur bókarinnar “Reisubók Guđríđar Símonardóttur” eftir Steinunni Jóhannesdóttur sem fjallar jú eins og nafniđ gefur til kynna um Tyrkja Guddu.  Ég er í dágóđan tíma búinn ađ ćtla mér ađ lesa ţess bók og nú má ekki lengra líđa ţví í ár eru 380 ár frá ţví ađ Tyrkjarániđ svokallađa var framiđ hér í Eyjum og víđar um land.  Vestmannaeyjabćr ćtlar sér í sumar ađ heiđra minningu herleiddra og ţeirra sem drepnir voru í ţessum vođaverkum međ dagskrá tengdri Tyrkjaráninu.
Ég las fyrir nokkru bókina “Hrapandi jörđ” eftir Úlfar Ţormóđsson sem fjallar um ţessa sömu atburđi og hef síđan ţá ćtlađ mér ađ lesa bók Steinunnar.  Ađ ţessari bók lesinni hyggst ég svo verđa mér út um “Reisubók Séra Ólafs Egilssonar”.

Eins og flestir vita ţá voru mörkuđ djúp spor í samfélag okkar Eyjamanna 16. júlí áriđ 1627 ţegar hingađ herjuđu ofbeldismenn frá annarri veröld og hertóku um 240 menn, konur og börn og fluttu ţau nauđug suđur um höf til ţrćldóms í Barbaríinu.  Fjölda margar frásagnir eru til um Tyrkjarániđ hér í Eyjum og mikilvćgt ađ halda ţessum sögulegu viđburđum á lofti, enda ţeir til marks um ţađ umhverfi sem skóp ţađ samfélag sem Eyjamenn byggja enn í dag.  Umhverfi sem alla tíđ hefur kallađ á baráttu og ţrek.

Ein í hópnum var Guđríđur Símonardóttir, Tyrkja-Gudda, ung sjómannskona og móđir hér í Vestmannaeyjum. Í bók sinni fylgir Steinunn Guđríđi á hennar löngu reisu í ţrćlakistuna í Alsír, segir frá níu ára vist hennar ţar og lýsir ferđinni norđur á bóginn aftur uns hún eygir Ísland á ný međ Hallgrími Péturssyni.

Ekki fer á milli mála ađ Steinunn ţekkir sögusviđiđ allt afar vel og tekst lista vel ađ flétta saman sögulegum heimildum og spennandi skáldsögu.  Ég ćtla ađ fjalla meira um ţessa bók ţegar ég hef lokiđ lestri og aldrei ađ vita nema umfjöllun um Tyrkjarániđ fylgi međ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţ+ú átt ekki eftir ađ sjá eftir ţví ađ eyđa tíma í ađ lesa ţessa bók....ein besta bók sem ég hef nokkurn tímalesiđ..... Kv. Eygló Björnsd.

Eygló Björnsdóttir (IP-tala skráđ) 9.2.2007 kl. 20:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband