4.2.2007 | 20:42
Er Herjólfur þjóðvegur?
Við Eyjamenn erum vanir því að tala um Herjólf sem þjóðveginn okkar, en er víst að allir séu sammála okkur. Með bréfi dagsettu 05.05.2003 spurðist bæjarráð Vestmannaeyja hvort það væri rétt mat hjá bæjarstjórn Vestmannaeyja, að m.s. Herjólfur værði þjóðvegur milli lands og Eyja.
Svarið var svohljóðandi:
23. gr. vegalaga nr. 45/1994 með síðari breytingum hljóðar svo:
Vegagerðinni er heimilt að kaupa, eiga og hafa umsjón með ferjum og flóabátum sem reknir eru til samgöngubóta, svo og eiga aðilda að félögum sem hafa eignarhald á þeim. Heimilt er að greiða af vegaáætlun hluta kostnaðar við ferjur til flutnings á fólki og bifreiðum yfir sund og firði, enda komi ferjan í stað vegasambands um stofnveg eða tengivegi a.m.k. hluta úr ári. Einnig er heimilt að greiða hluta kostnaðar við bryggjur fyrir slíkar ferjur. Í vegaáætlun skulu ferjuleiðir taldar upp og gerð grein fyrir stofnframlögum til einstakra ferja.
III kafli vegaáæltunar ber heitið flokkun vega. Undirkafli þar, gr. 3.3., ber heitið ferjuleiðir.
Þar segir í 1. tölulið: Vestmannaeyjar Þorlákshöfn
Á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja eru fluttir farþegar og bílar í reglulegum áætlanaferðum.
Virðingarfyllst,
Gunnar Gunnarsson
aðstoðarvegamálastjóri
Eftirstendur spurningin er Herjóflur þjóðvegur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.