4.2.2007 | 19:01
Herjóflur kostar 642 milljónir á ári
Í morgunblaðinu í gær komu ýmsar athyglisverðar upplýsingar um rekstur Herjólfs fram Þar var sagt frá því að Vegagerðin greiddi á liðnu ári 642 milljónir króna með rekstri farþegaferjunnar Herjólfs. Ferðir voru samtals 725 þannig að hver ferð kostaði um 885.000 krónur. Framlagi Vegagerðarinnar er annars vegar skipt í rekstrarkostnað og hins vegar í afborgarnir og vexti af lánum. Í fyrra nam rekstrarkostnaður 290 milljónum en afborgarnir og vextir voru 352 milljónir. Sé einungis tekið tillit til rekstrarkostnaðar kostaði hver ferð ríkissjóð 400.000 krónur.
Þetta eru nokkuð merkilegar upplýsingar. Í fyrsta lagi þá slær það mann hversu dýr samgönguleið Herjólfur er, eða 642 milljónir. Í öðru lagi þá grunar mig að inn í þessar tölur vanti kostnað sem tilféll vegna leigu á St. Ola sem sigldi þann tíma sem Herjólfur var í viðgerðum erlendis og ef ég man rétt þá var sá kostnaður um 70 milljónir.
Þrátt fyrir þessi framlög eru samgöngur til Eyja akelisarhæll samfélagsins og nær er óhætt að fullyrða að ástæðan fyrir neikvæðri íbúaþróun er fyrst og fremst slæm staða á samöngum. Því til stuðnings vísa ég í fyrri umfjöllun hér á síðunni.
Fyrir mér þýðir þetta bara eitt. Að bæta samgöngur til Eyja hvað (framtíðarkost varðar) snýst ekki um það að leggja aukið fjármagn til samgangna heldur að verja fénu öðruvísi en hingað til hefur verið gert.
Vestmannaeyjar eru öflugt samfélag með alla burði til vaxtar. Að því gefnu að samgöngur verði stórbættar þá verður gerbreyting á samfélagsþróun og vexti byggðar. Þrátt fyrir að samgöngur til séu kostnaðarfrekar þá má ekki gleyma því að flest samfélög á landsbyggðinni eru að skila verulegu fjármagni til ríkisins og því má aldrei falla í þá gryfju að líta á framlög til samgangna sem ölmusu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.